Hljóðvegur 1

Feðgar í ljóðahljóðum, franskir dagar, menning, mannlíf og meðmæli.

Skapandi sumarstörf lita menningarlíf margra bæjarfélaga á sumrin þar sem ungt fólk fær tækifæri til vinna við listsköpun. Afrakstur eins slíks verkefnis verður sýndur á morgun í Salnum Kópavogi en það er stuttmyndahátíðin Orðaskipti. Þær Melkorka Gunnborg Briansdóttir, Júlía Gunnarsdóttir og Stefanía Stefánsdóttir skrifuðu, tóku upp og klipptu fjórar stuttmyndir sem verða sýndar en myndirnar eiga það allar sameiginlega fjalla um samskipti. Þær kíktu til okkar og sögðu okkur frá ferlinu og hátíðinni.

Franskir skútusjómenn voru snar þáttur í bæjarlífinu á Fáskrúðsfirði á 18. og 19. öld en tengslin við gömlu sjávarbæina á norðurströnd Frakklands eru enn sterk. Til marks um það eru Franskir dagar árleg sumarhátíð á Fáskrúðsfirði en hún fer fram um helgina. Tónleikar, útiskemmtanir, brekkusöngur og dansleikur er á dagskrá auk Íslandsmeistaramótsins í franska kúluspilinu Pétanque og hjólreiðakeppninnar Tour de Fáskrúðsfjörður. Daníel Geir Moritz kom okkur inn í stemninguna en hátíðin hefst í dag.

Feðgarnir Þórarinn og Halldór Eldjárn dvelja norður í Svarfaðardal en munu leggja leið sína í kaupstað og flytja örlitla dagskrá í Davíðshúsi á Akureyri. Þar ætla þeir tvinna saman ljóð Þórarins við tónlist Halldórs. Við náðum í skottið á Halldóri og ræddum við hann um undirbúning dagskrárinnar.

Og eins og við erum gjörn á kynnast bæjarhátíðum víðs vegar um landið og allri þeirri frábærri menningu sem á sér stað þá er freistandi heyra af því hvernig dagarir líða í stóra menningarhúsinu hér í Reykjavíkurborg, okkar eigin Hörpu. Hildur Ottesen Hauksdóttir er markaðs- og kynningarstjóri hússins og við hleruðum hana hvort ekki væri allt með rólegasta móti eða hvort Harpa væri sami suðupotturinn og alltaf.

Það er miðvikudagur og þá eigum við gott í vændum, nefnilega meðmæli vikunnar. Hvað eru viðmælendur og hlustendur okkar hlusta, horfa á eða lesa - eða bara upplifa?! Í dag fengum við heyra hverju Flosi Þorgeirsson sagnfræðingur og gítarleikari mælti með.

Frumflutt

24. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,