Hljóðvegur 1

Skírlífsbeddar í París, ástin og gúrkan og hvernig var helgin?

Parasambönd eru ekki alltaf tekin út með sældinni. Skin og skúrir skiptast á og róðurinn getur verið þungur. Þegar þannig er í pottinn búið er mikilvægt góða leiðsögn. Ástarvitinn er nýtt íslenskt útvarpsleikrit í fimm hlutum á Rás 1 þar sem Þerapistinn Jónína Guðmann fær til sín góða gesti sem þurfa á aðstoð halda í ólgusjó ástarlífsins. Guðmundur Felixson höfundur verksins og Eva Halldóra Guðmundsdóttir leikstjóri sögðu okkur frá Ástarvitanum.

Einn af föstum liðum hjá okkur á mánudögum hér á Hljóðvegi 1 er Hvernig var helgin? Við hringdum til hennar Rakelar Sigurðardóttur söngkonu sem við fréttum af í fallegum gjörningi í Hrútafirði einhvers staðar í námunda við gamla Staðarskála.

Ólympíuleikarnir eru í fullum gangi í París eins og flest vita. París er lítil og þéttbyggð borg og bætast við mörg þúsund ekki bara keppendur og fylgdarlið þeirra heldur einnig fjölmiðlafólk og gestir. Hvernig er það fyrir Parísarbúa? Kristín Jónsdóttir, betur þekkt sem Parísardaman var á línunni.

Og talandi um allan þennan fjölda sem tekur þátt í Ólympíuleikunum. Tekið var upp á því búa til rúm úr endurvinnanlegum efnum, það er plasti og pappa, fyrir keppendur og fylgdarlið þeirra sofa á. Myndbönd og myndir hafa dreifst hratt um samfélagsmiðla af þessum rúmum og sum gengið svo langt kalla þetta "anti-sex" bed eða kannski skírlífsbedda á íslensku. Við heyrðum í Hafrúnu Kristjánsdóttur, sálfræðingi íslenska hópsins og fengum vita allt um þessi rúm.

Það er svo alveg sjóðandi hásumar auðvitað og verslunarmannahelgi nálgast óðfluga. Og þá er spurning hvernig lífið á fréttastofunni sé? Er algjör fréttaþurrð hér heima? Við komumst því í Gúrkunni þegar Anna Lilja Þórisdóttir af fréttastofunni heimsótti okkur.

Frumflutt

29. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,