Hljóðvegur 1

Húnavaka, heimsendur ísbíltúr, sviðslistir, sjósund og stelpur á fjöllum

UNDIR er glænýtt, nærgöngult og ágengt leikrit eftir Adolf Smára Unnarsson sem gerist á neðanjarðarlestarstöð, rétt fyrir hádegi. Fimm einstaklingar bíða eftir næstu lest þegar þau taka eftir því einhver liggur hreyfingarlaus á teinunum. Hrasaði hann þangað niður? Missti hann eitthvað? Er hann fullur? Dáinn? Það eru bara fjórar mínútur í lestina. Hvað gengur manninum til? Sýningin er undir hatti sviðslistahússins Afturámóti og verður frumsýnd í kvöld í Háskólabíó. Við fengum Adolf Smára til okkar.

arkar fólk upp á fjöll og fyrnindi í sumarfríinu. Þá er mikilvægt vera vel búinn með nesti og nýja skó en hvernig eiga byrjendur í fjallaferðum bera sig að? Hvað er nauðsynlegt eiga og hafa í bakpokanum? Inga Hrönn Sveinsdóttir úr Facebook-hópnum Fjallastelpur er með svörin og deildi með okkur.

Í dag stendur Sund og sjóbaðfélag Reykjavíkur ásamt Sundsambandi Íslands fyrir Opna Íslandsmótinu í víðavatnssundi. Sundið fer fram í Nauthólsvík þar sem boðið er upp á þrjár keppnisvegalengdir, 1, 3 og 5 kílómetra. Steiney kíkti á aðstæður og athugaði hvernig sundfólk undirbýr sig fyrir mót af þessum toga.

Einn af föstum liðum Hljóðvegarins í sumar er Ísbíltúrinn og í dag heimsótti Steiney söng- og leikkonuna Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur og færði henni heimsendan smoothie þar sem hún sinnir glænýju ungabarni heima við.

Húnavaka, bæjarhátíð Blönduósinga, hófst í gærkvöldi með tónleikum hinnar húnvetnsku Slagarasveitar og stendur hátiðin yfir alla helgina. Er þetta í tuttugasta sinn sem hátíðin er haldin og verður um nóg velja fyrir gesti og gangandi. Við forvitnuðumst betur um Húnavöku hjá Kristínu Ingibjörgu Lárusdóttur.

Frumflutt

18. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,