Hljóðvegur 1

Hvernig var helgin?, hjólreiðamenning, gúrkan og Ólympíusögur.

Í kvöld hefst hér á Rás 2 átta þátta útvarps og hlaðvarpsþáttaröð er kallast Ólympíusögur og verða þar átta ólíkar en afar áhugaverðar og forvitnilegar sögur sem tengjast Sumarólympíuleikum fyrri ára - í forgrunni. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður er umsjónarmaður þáttanna og hann sagði okkur frá hvað við eigum í vændum.

Hjólreiðakeppnin Tour de France hófst í Flórens á Ítalíu 29.júní og mun enda í Nice í Frakklandi næstkomandi sunnudag. Hjalti Hjartarson sem situr í stjórn Hjólreiðasambands Íslands leiddi okkur í allan sannleikann um þessa vinsælu keppni.

Einn af föstum liðum hjá okkur á Hljóðvegi 1 í sumar er Hvernig var helgin? Síðasta mánudag heyrðum við einmitt í knattspyrnumanninum Viktori Jónssyni sem var þá nýbúinn skora fjögur mörk í einum og sama leiknum og skemmta sér í kjölfarið á Írskum dögum á Akranesi - núna hringdum við í tónlistarkonuna Ásdísi Maríu Viðarsdóttur sem stödd var í rússíbanaröð í Þýskalandi.

Kristrún Jóhannesdóttir lærði söngleikjalist í New York en er komin til Íslands ásamt sönghópnum Fused. Þau ætla halda tónleika á Græna hattinum næstkomandi fimmtudag en fyrst kíkti Kristrún til okkar í heimsókn og sagði okkur við hverju búast.

Það er auðvitað hásumar og þá kemur upp hin annálaða fréttaþurrð og doðatíð yfir landann, eða hvað? Við verðum með dagskrárliðinn Gúrkuna í júlí og fengum við Pétur Magnússon af fréttastofunni til okkar þar sem hann sagði okkur hvað væri helst títt úr gúrkunni.

Frumflutt

15. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,