Hljóðvegur 1

Gróa í Færeyjum, Listahátíð Samúels og Kristján Freyr á LungA.

LungA er listahátíð á Seyðisfirði þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum sem lýkur svo með uppskerusýningum og tónleikum. Og dregur til tíðinda því síðasta LungA hátíðin stendur yfir, byrjaði á mánudag og stendur til laugardagskvölds, en hátíðin hefur verið fasta í menningarlífi austfirðinga allt frá árinu 2000. Kristján Freyr var á staðnum og færði okkur stemminguna beint í æð.

Færeyska tónlistarátíðin G! Festival hófst í gær en hún er haldin í bænum Götu en þaðan kemur G-ið í G! Festival. Það eru tvær íslenskar hljómsveitir sem spila á hátíðinni í ár, Of monsters and man og Gróa. Fríða sem er í Gróu var á línunni og sagði okkur aðeins frá stemmingunni í Færeyjum.

Listahátíð Samúels hófst í dag í Selárdal, þeim magnaða stað. Tónleikar, sögustund, myndlist og fleira verður á boðstólnum. Kári Schram er einn skipuleggjanda en hann hefur einnig gefið út bók og kvikmynd um Samúel. Hann sagði okkur nánar frá hátíðinni.

Síðan opnuðum við fyrir símann og spurðum “Hvert eru þið fara?”

Frumflutt

19. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,