Hljóðvegur 1

Nato-fundurinn, netsvik, tónheilun og gróska í tónlist í Iðnó.

Tilraunum til svokallaðra Messenger-svika, líkt og margra annarra gerða svika, hefur farið mjög fjölgandi á síðustu árum og eru dæmi um svikahópum hafi tekist svíkja talsverðar fjárhæðir frá einstaklingum sem töldu sig vera í samskiptum við einstakling sem það þekkir vel. Þetta er henni Heiðrúnu Jónsdóttur framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. efst í huga í grein sinni á Vísi undir fyrirsögninni „Hæ ástin, þarf milli­færa, getur þú sam­þykkt beiðnina?“. Hún Heiðrún kom til okkar og sagði okkur meira frá þessum varhugaverðu skilaboðum.

Þó sumarið láti ekki mikið á sér kræla hér í höfuðborginni þá er alltaf bjart yfir mernningarlífinu, í kvöld fara fram sérstakir Sumartónleikar í Iðnó við Reykjavíkurtjörn. Það kemur fjölbreyttur hópur tónlistarfólks úr ýmsum áttum, stefnum og stílum sem tengist þó innbyrðis og segja á efnisskránni megi finna allt það helsta sem kraumar undir í spennandi grósku íslensks tónlistarlífs. Við hittum tónlistarkonurnar þær Katrínu Helgu Ólafsdóttur og Salóme Katrínu Magnúsdótturfyrir en þær voru undirbúa tónleikana með hljóðprufum og slíku.

Boðið verður upp á miðnætur-tónheilun í Elliðaárdal þar sem gestir mun án alls vafa verða verðlaunaðir með værum svefni eftir komið er aftur heim. En þar munu hjónin Daníel Þorsteinsson tónlistarmaður og Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir jógakennari búa til dásemdarkvöldstund í djúpri slökun fyrir taugakerfið með hjálp gong-hugleiðslu, hjartaopnandi kakói, kristalskálum, trommum og öðru tóndekri. Við fáum þau Daníel og Kolbrúnu til okkar.

Enn og aftur veðrinu, Snædís Snorradóttir er stödd fyrir austan og þar mun ærandi blíða sleikja íbúa og ferðafólk á meðan dumbungurinn hvílir ef öðrum landshlutum. Við heyrðum í Snædísi.

Í byrjun þáttar heyrðum við svo í fréttamanninum Hallgrími Indriðasyni sem sagði okkur allt af Nato fundinum og ræddi einnig um verðandi blaðamannafund Joe Biden.

Frumflutt

11. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,