Hljóðvegur 1

Hinsegin dagar fram undan, Ólympíuleikar, beer pong og íþróttir af ýmsum toga

Ólympíuleikarnir í París 2024 verða settir með trukki og dýfu í dag. Leikarnir eru númer 33 í röð nútímasumarólympíuleika og franska höfuðborgin verður önnur borgin til halda leikana þrisvar. Íþróttafréttamennirnir Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson eru staddir í París og sjá til þess við missum ekki neinu. Við tókum púlsinn á Einari rétt áður en þetta fór allt af stað.

Sigurgeir Svanbergsson hefur engan bakgrunn í sundi nem gamla góða skólasundið en hann hefur samt synt Landeyjarsundið (frá Vestmannaeyjum og í land), yfir Kollafjörð og Grettissund. Á morgun mun hann synda frá Akranesi til Reykjavíkur til styrktar börnum á Gaza. Sigurgeir kíkti til okkar og sagði okkur hvers vegna honum dettur í hug þessar þrekraunir.

Unglingalandsmót UMFÍ hafa farið fram reglulega frá 1992 og síðustu áratugina ávallt um verslunarmannahelgina. Mótið er einskær fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11-18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Unglingalandsmótið er í Borgarnesi og við plötuðum hana Silju Úlfarsdóttur til okkar í stutt spjall en hún er við setja punktinn yfir i-ið í undirbúningnum fyrir mótið.

Heimsmeistaramótið í Beer pong er alls ekki ein þeirra greina sem keppt er í á unglingalandsmóti heldur verður haldið á morgun í Hjarta Hafnarfjarðar. Keppt er í tveggja manna liðum og getur hver sem er skráð sig og freistað þess hljóta eitt stykki heimsmeistaratitil. Ásbjörn Ingi skipuleggjandi keppninnar heimsótti okkur.

Við freistuðum þess í lok þáttar taka púlsinn á þjóðarsálinni og opnuðum símann. Hvert liggur leiðin? Er fólk á faraldsfæti eða er það heima grilla? Eða í Netflix og tjilla?

Hinsegin dagar verða á sínum stað 6.-11. ágúst næstkomandi en þessi fallega hátíð hinsegin fólks bætir menninguna og mannlífið árlega með sinni fjölbreyttu og litskrúðugu dagskrá hverju sinni, sem nær hápunkti með Gleðigöngunni þar sem hinsegin fólk sameinast í ákalli um réttlátt og litríkt samfélag. Glænýtt og guðdómlegt lag hinsegin daga kom út í dag og er flutt af Margréti Rán og Páli Óskari, við heyrðum það og til þess segja okkur aðeins frá undirbúningi Hinsegin daga kom Alexander Aron til okkar.

Frumflutt

26. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,