Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 - 7. október

Jóhann Alfreð sat í Stúdíó 2 á Hljóðvegi 1 í dag. Steiney gerði sér ferð á Borgarbókasafnið þar sem viðburðurinn Spjöllum með hreim fór fram. Jóhann fór yfir íþróttir helgarinnar og opnaði þá fyrir símann þar sem Gúndi Púllari var á línunni og fór yfir fótboltann frá sínum bæjardyrum séð. Ebba Sig uppistandari kíkti í spjall og hitaði upp fyrir uppistandssýningu sem hún stendur fyrir í Salnum um næstu helgi. Þá var slegið á þráðinn norður á Raufarhöfn þar sem Hrútadagurinn er í gangi og spjallað við Ingibjörgu Hönnu Sigurðardóttur, einn skipuleggjenda og í lok þáttar náði umsjónarmaður á Rebekku Blöndal sem var á ferðinni frá Akureyri á Akranes færa fólki tónleika til heiðurs Ellu Fitzgerald ásamt hópi tónlistarfólks.

Frumflutt

7. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,