Hvernig var helgin? er einn af föstum liðum okkar hér á Hljóðvegi 1 og þar spyrjum við fólk víða um land hvernig helgin hafi verið. Og á eftir ætlum við að slá á þráðinn til Viktors Jónssonar knattspyrnumanns hjá ÍA uppi á Skaga en þar voru írskir dagar um helgina og svo gerði hann sér litið fyrir og skoraði fjögur mörk með sínu liði.
Vopnfirðingar halda sína árlegu bæjarhátíð, Vopnaskak, hátíðlega núna 8-14. júlí og eins og oft þá er þar boðið upp á fjölbreytta og fjölskylduvæna dagskrá þar sem lögð er áhersla á að allir geti skemmt sér vel. Valdimar Hermannsson er sveitarstjóri á Vopnafirði og sagði okkur frá lífinu þar og hátíðinni Vopnaskaki.
Steiney Skúladóttir liðsmaður Hljóðvegar 1 var stödd á Akureyri og tók hún púlsinn á Norðlendingum, heimsótti m.a. Lystigarðinn í blíðunni. Þar að auki spjallaði hún við Sigríði Örvarsdóttur safnstjóra menningarmiðstöðvar Þingeyinga og verðandi safnstjóra Listasafnsins á Akureyri.
Bergið Headspace sem er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk í vanda, á aldrinum 12-25 ára. Þar geta ungmenni leitað sér aðstoðar og enginn vandi er of lítill. Sigurþóra Bergsdóttir sagði okkur frá starfseminni.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-07-17
NÝDÖNSK - Frelsið.
Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
NEW ORDER - True Faith.
Teitur Magnússon Tónlistarmaður - Sjalið.
PÁLMI GUNNARSSON - Þorparinn.
Helgi Björnsson - Einn af okkar allra bestu mönnum (korter í vegan).
BUBBI & KATRÍN HALLDÓRA - Án Þín.
Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).
FLEETWOOD MAC - Dreams.
Eilish, Billie - Birds of a Feather.
Kasabian - Coming Back To Me Good.