Morgunútvarpið

22. nóv.- Týndar töskur til sölu, Milei, tilboðstímar og stýrivextir.

Við ætlum fara yfir stöðu leigjenda í Grindavík í upphafi þáttar en Leigjendasamtökin fóru á fundi í gærkvöldi yfir réttarstöðu þeirra. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður samtakanna, og Gísli Tryggvason, lögmaður, koma til okkar.

Sköpunargáfa þeirra sem svíkja og pretta á internetinu virðist vera óþrjótandi auðlind. Á samfélagsmiðlum ganga auglýsingar í nafni Keflavíkurflugvallar þar sem fjöldinn allur af töskum sést og á myndinni stendur -týndur farangur til sölu. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA segir talsvert hafa verið hringt vegna auglýsinganna. Við heyrum í honum á eftir.

Við höfum fjallað töluvert um nýjan forseta Argentínu, Javier Milei, hér í Morgunútvarpinu og ætlum halda því áfram í dag þegar við förum yfir efnahagsstefnu hans og möguleg áhrif á hagkerfi Argentínu og Bandaríkjanna. Milei hefur lagt mikla áherslu á taka upp bandaríkjadal í stað pesóans og hefur sagst ætla sprengja Seðlabankann í loft upp svo stöðva megi verðbólgubálið. Við ræðum Milei, gjaldmiðla og aðgerðir gegn verðbólgu við Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóra Vísbendingar.

Í gær sendi bráðamóttakan í Fossvogi út tilkynningu um mikið álag væri á bráðamóttökunni og því væri rík ástæða fyrir fólk sem ekki væri í bráðri hættu leita annað. Tilkynningin er þriðja af þessum toga sem send er frá bráðamóttökunni á síðustu 4 vikum og hálkutíðin er ekki einu sinni hafin í Reykjavík. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttökunni ætlar fara yfir stöðuna með okkur.

Það getur verið flókið vera góður neytandi þessa dagana enda höfum við flest ekki undan við meðtaka auglýsingar um alls konar tilboð. Dagur einhleypra varð helgri einhleypra, svartur föstudagur er víða svört vika og síðan er stafrænn mánudagur í næstu viku. Við ræðum hvaða áhrif þessir tilboðsdagar hafa á neytendahegðun, og sérstaklega þegar tilboðsdagarnir eru orðnir svona margir, við Gró Einarsdóttur, doktor í félagssálfræði.

Stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt í morgunsárið -Við fáum til okkar Ragnar Þór Ingólfsson formann VR til ræða útkomuna í þetta sinn. Ekki síst möguleg áhrif ákvörðunar peningastefnunefndar á komandi kjaraviðræður.

Lagalisti:

VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Það styttir alltaf upp.

FLOTT - Þegar ég verð 36.

Tayo Sound, Pixey - Daisy Chain.

FRATELLIS - Chelsea Dagger.

Sycamore tree - Heart Burns Down.

EARTH WIND AND FIRE - Let's Groove.

HIPSUMHAPS - Góðir hlutir gerast hææægt.

METRONOMY - The Look.

VIOLENT FEMMES - Blister in the sun.

Laufey - Bewitched.

Frumflutt

22. nóv. 2023

Aðgengilegt til

21. nóv. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,