Vínill vikunnar að þessu sinni er Á bleikum náttkjólum með Megasi og Spilverki þjóðanna frá 1977. Umsjónarmaður er Bogi Ágústsson og Georg Magnússon setti saman. Þetta var fjórða stóra plata Megasar og þriðja breiðskífa Spilverksins. Á bleikum náttkjólum kom út síðla árs 1977. Ásgeir Tómasson skrifaði dóm um plötuna í Dagblaðið í desember með fyrirsögninni „Hlýði þeir sem henda gaman að kvæðum“ og er það tilvitnun í fyrstu ljóðlínu í fyrsta lagi plötunnar. Ásgeir skrifar meðal annars: „Samstarf Megasar og Spilverks þjóðanna er sérlega vel heppnað. Árangurinn er slíkur að gagnrýnendur reyna að vera skáldlegir í umfjöllun sinni.“ Nokkru seinna skrifar Ásgeir: „Flutningurinn á Á bleikum náttkjólum hæfir mun betur lögum og ljóðum Megasar en sá rokkaði undirleikur sem hann naut á plötunum Millilending og Fram og aftur blindgötuna. Megas hefur glöggt auga fyrir samtímanum og dregur hann sundur og saman í háði.“
Hlið 1:
heilnæm eftirdæmi
saga úr sveitinni
heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu
gamli skrjóðurinn
útumholtoghólablús
fátækleg kveðjuorð (til-)
paradísarfuglinn
Hlið 2:
af Síra Sæma a. sæmi fróði og selurinn
b. sæmi kölski og móhöggið
jón Sívertsen og sjálfstæðisbarningur ísfirskra
orfeus og evridís
við sem heima sitjum #45
vögguljóð á tólftu hæð
Frumflutt
30. ágúst 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Vínill vikunnar
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.