Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Að þessu sinni er það platan Through The Looking Glass með Siouxie and the Banshees.
Umsjón: Lísa Pálsdóttir.
Vínyll vikunnar að þessu sinni er cover plata með hljómsveitini Siouxie and the Banshees. Platan heitir Through the looking glass og er þar vitnað í bók Lewis Caroll með sama nafni. Eftir að hljómsveitin gaf út frábæra útgáfu af Dear Prudence Bítlanna kviknaði hugmyndin af þessari plötu, sem er áttunda stúdíóplata sveitarinnar og var tekin upp í Abbey Road stúdíóinu og kom út í mars 1987. Mike Hedges var pródúsent en hann hafði áður unnið með bandinu. Lagaval plötunnar er ansi fjölbreytt, þau sögðu sjálf að valið hafi grundvallast af áhrifavöldum þeirra sjálfra. Þarna er að finna lög eftir Sparks, Iggy Pop, Dylan og the Band, Doors, Roxy Music, Kraftwerk, John Cale o.fl. Svo má nefna afar sérstæða útgáfu af lagi Billie Holiday Strange fruit, einnig er útgáfa af lagi slöngunnar í teiknimyndinni Jungle book ? Trust in me.
Hljómsveitina skipa þau Siouxsie Sioux (Susan Janet Ballion) sem er söngkonan, Steven Severin á bassa og hljómborð, Budgie trommur og áslátt og John Valentine Carrater á gítar og hljómborð. Hér eru um að ræða punkrokk hljómsveit sem hóf ferilinn á áttunda áratugnum undir áhrifum frá Sex Pistols.
Auk fastra meðlima var bætt við fjölda annara hljóðfæraleikara, má þar nefna Martin McCarrick á selló, hljómborð og strengjaútsetningar og Jocelyn Pook á víólu auk brasssveitar.