Native Dancer með Wayne Shorter og Milton Nascimento
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Leikin eru lög af plötunni Native Dancer sem saxófónleikarinn Wayne Shorter gaf út 18. janúar 1975. Gestur Shorters er brasilíski söngvarinn og lagasmiðurinn Milton Nascimento. Þeir flytja einskonar heimstónlistardjass á þessari plötu og njóta aðstoðar slagverksleikarans Airto Moreira, trommarans Robertino Silva, píanistan Herbie Hancock, gítarleikaranna Jay Graydon og David Amaro, bassaleikarans Dave McDaniel og hljómborðsleikarans Wagner Tiso.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Frumflutt
26. jan. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Vínill vikunnar
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.