Vínill vikunnar

Doobie Brothers: Minute By Minute

Minute By Minute með bandarísku hljómsveitinni Doobie Brothers er plata vikunnar þessu sinni. Þetta var áttunda breiðskífa þessarar vinsælu hljómsveitar og fyrsta sem Doobie Brothers gerðu eftir stofnandinn, aðalsöngvarinn og gítarleikarinn Tom Johnston hætti. Hljómborðsleikarinn Michael McDonald tók við hlutverki hans. Hann gekk í sveitina 1975 eins og gítarleikarinn Jeff „Skunk“ Baxter. Gítarleikarinn Patrick Simmons og trommuleikarinn John Hartman sem voru meðal stofnenda Doobie Brothers voru áfram í sveitinni, en aðrir meðlimir voru bassaleikarinn Tiran Porter og trommuleikarinn Keith Knudsen. Platan seldist í rúmlega 3 milljón eintökum í Bandaríkjunum og hlaut Grammy verðlaun sem besta popp plata ársins.

Lögin á plötunni eru:

Hlið 1

Here To Love

What A Fool Believes

Minute By Minute

Dependin' On You

Don't Stop To Watch The Wheels

Hlið 2

Open Your Eyes

Sweet Feelin'

Steamer Lane Breakdown

You Never Change

How Do The Fools Survive?

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Frumflutt

7. maí 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Vínill vikunnar

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Þættir

,