Plata vikunnar er Out of Our Heads með Rolling Stones, plata sem gefin var út árið 1965.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Meðal laga á þessari plötur er Heart of Stone eftir Keith Richards og Mick Jagger. Platan kom út með mismunandi lögum í Bretlandi og Bandaríkjunum og það er breska útgáfan sem hljómar í þættinum, en hún var gefin út tveimur mánuðum á eftir bandarísku útgáfunni, nánar tiltekið 24. september 1965.
Flest lögin á plötunni voru eftir bandaríska höfunda, lög í rytmablús- og sálartónlistar stíl, en einnig rokk- og popplög. Þar á meðal eru lög eftir Chuck Berry, Sam Cooke, Marvin Gaye, Sonny Bono og Barböru Lynn Ozen. Platan inniheldur einnig tvö lög eftir Keith Richards og Mick Jagger, áðurnefnt Heart of Stone og I'm Free auk eins lags eftir alla meðlimi Stones, sem nefnist The Under Assistant West Coast Promotion Man.
Frumflutt
31. maí 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Vínill vikunnar
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.