Vínill vikunnar

Life's Too Good

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson.

Vinyll vikunnar á Rás 1 þessu sinni er hljómplatan Life's too good með hljómsveitinni Sykurmolunum. Platan kom út þann 25. apríl árið 1988 og vakti heimsathygli. Hún var tekin upp í Reykjavík og Lundúnum, útgefandi One little indian. Þetta var fyrsta breiðskífa Sykurmolanna af þremur, og skartaði meðal annars laginu Birthday sem hafði komið út á smáskífu árinu áður og vakið mikla athygli. Hljómsveitin stofnuð árið 1986 en hætti störfum í desember árið 1992. Hljómsveitina skipuðu á þessum tíma Björk Guðmundsdóttir, Bragi Ólafsson, Einar Örn Benediktsson, Sigtryggur Baldursson og Þór Eldon.

Lögin sem leiki eru:

Hlið 1

Traitor

Motorcrash

Birthday

Delicious Demon

Mama

Hlið 2

Coldsweat

Blue eyed pop

Deus

Sick for toys

F***ing in rhythm and sorrow

Taktu bensín elskan

Frumflutt

5. feb. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Vínill vikunnar

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Þættir

,