Það getur verið að einhver ykkar þarna úti hafið heyrt talað um hjólaskautaat, en þetta tiltölulega óþjála orð er þýðing á enska orðinu “rollerderby”. En það getur líka vel verið að einhver hafi bara aldrei heyrt á þetta fyrirbæri, sem flokkast sem íþróttagrein og er frekar ung sem slík. Ég sá hana fyrst fyrir rúmlega 15 árum á ferðalagi í Bandaríkjunum og vissi ekki mikið þá, en fyrst það er byrjað að stunda þetta hér á landi fannst mér tilvalið að kynna mér málið betur og fékk til mín Guðnýju Jónsdóttur, en hún er ein af stofnendum Rollerderby Iceland, til að segja mér allt um íþróttina, hvaðan hún kemur og hvernig hún fer fram.
Fyrir meiri upplýsingar og fræðslu er hægt að kíkja á rollerderby.is