Umfjöllunarefni þáttarins í þetta skiptið er spil sem mér hefur alltaf fundist vera frekar forvitnilegt. En ekki vitað neitt um, hugsanlega gert ráð fyrir að með aldrinum þá kvikni á bridge genunum í mér. En á tímum þar sem við erum meira heima og hugsanlega að leita að fleiri hlutum til að gera, fannst mér tilvalið að forvitnast meira um bridge, hvernig það verður til og hvernig maður spilar það. Það er þó vert að taka fram að eins mikið og ég væri til í að þið hlustið, setjist svo niður og byrjið að spila eins og þið hafið aldrei gert annað þá verður það líklegast ekki tilfellið. En vonandi kveikir þetta áhuga til að prófa, athuga og skoða. Sem er auðvitað tilgangurinn eftir allt!