Umræðuefni dagsins ætti ekki að vera nokkrum einstaklingi óviðkomandi, eða fjarlægt. Þetta er eitthvað sem við gerum að minnsta kosti einu sinni á sólahring og oftar en ekki sífellt að vandræðast með. Sofum við of mikið, of lítið, illa, seint? Hvernig lögum við það sem er að og hvernig hámörkum við þennan tíma sem tekur kannski 1/3 af sólahringnum okkar. Ég fékk til mín Ásthildi Margréti Gísladóttur sálfræðing til að ræða þessa hluti.