Í þessum síðasta þú veist betur þætti fyrir sumarfrí ætlum við að tækla málefni sem snertir okkur öll. Því öll verðum við eldri, gömul myndi einhver kannski segja, og þá skiptir máli hvað tekur við þegar við förum út af vinnumarkaði. Og þar koma lífeyrisjóðirnir inn, kerfi sem flestum finnst sjálfsagt, enda er auðvelt að gleyma því að það kerfi kemur til sögunnar í hverjum mánuði þegar laun eru greidd út. En hvernig kom þetta kerfi til, hvernig er það sett upp og hversu mikið þurfum við að pæla í því? Ég fékk til mín Björn Berg frá íslandsbanka sem sum ykkar kannast hugsanlega við úr þættinum um fjármál fótboltans til að fara aðeins yfir málið með mér enda eru fáir á landinu með meiri þekkingu á þessu kerfi og hvernig sé best að nálgast það. Svo ef þið viljið eiga þægileg eldri ár mæli ég með því að leggja við hlustir.