Í síðasta þætti tókum við smá rispu varðandi veðrið, hún Elín Björk Jónasdóttir kíkti til okkar og við fórum aðeins yfir söguna og svo líka örlítið varðandi þessi veðurhugtök sem við heyrum svo oft í dag. Við ætlum að halda áfram í þessum þætti, ræða fleiri hugtök sem við áttum okkur kannski ekki alveg á hvað þýða og pæla svo aðeins í framtíðinni. Við enduðum síðasta þátt á því að Elín nefndi að möndulhalli jarðar, sólin og land vs sjór sé í raun ástæðan fyrir öllu veðri og er því eðlilegast að fara aðeins betur í það hvað hún eigi við með því.