Hvað er líkt með tölvuleiknum og Netflix seríunni The Witcher og Grettis sögu? Eru Íslendingasögurnar sannar eða uppspuni frá rótum, eða eitthvað þar á milli? Og hvað getum við lært af þeim? Öll höfum við komist í kynni við Íslendingasögurnar á ævi okkar, hvort sem það er tilneydd í skóla eða að eigin frumkvæði og forvitni. Í kjölfarið af þættinum sem ég gerði fyrir ekki svo löngu um landnámið með honum Orra Vésteinssyni byrjaði ég að pæla meira í þessum sögum og hvaða rullu þær spila í lífi okkar sem þjóð. Og til þess að vita meira kallaði ég til Ármann Jakobsson sem er óþrjótandi fróðleiksbrunnur um þessar sögur, sem eru bæði fleiri en ég hélt en líka merkilegri. Við byrjum á því að velta fyrir okkur hvaða bækur flokkist sem Íslendingasögur.