Þú veist betur

Sveppir

Jæja mín kæru, er komið síðasta þætti í þessari seríu af Þú veist betur sem er númer 95 í heildina hvorki meira minna. En í sumar ætlum við Ingvar Þór koma með aðra seríu af Þráðum þar sem við lítum í baksýnisspegilinn, rifjum upp áhugaverð mál og gröfum í kistunni efni sem hefur ekki heyrst í langan tíma. Því þarf athyglin færast yfir á það verkefni í bili. Þú veist betur heldur svo auðvitað áfram næsta vetur, svo engar áhyggjur, við höldum áfram fræðast um alls kyns hluti eftir smá pásu.

En lokaþátturinn í þetta skiptið er heldur betur forvitnilegur. Það er oft talað um sveppi í nútímasamfélagi, þá kannski oftast myglusveppi og hvimleiðar afleiðingar hans. eða fótsveppi, sveppasýkingar, þar fram eftir götunum. Svo mér fannst halla töluvert á þessa ótrúlegu lífveru, sem sinnir svo mikilvægu hlutverki í lífi okkar, hvort sem við vitum af því eða ekki. Það er nóg nefna pensilín til benda á hlutverk hans í sögu okkar. Svo til kafa aðeins dýpra, fara undir yfirborðið, bókstaflega, fékk ég til mín Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur, sem þekkir sveppina inn og út til leiða okkur í gegnum allan sannleikann um sveppi, við byrjum auðvitað á sögunni og þræðum okkur svo í átt virkni þeirra og gerð. En áður en við leggum af stað, heyrum við kynningu frá viðmælandanum sjálfum.

Umsjón: Atli Már Steinarsson

Frumflutt

7. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,