Þá dembum við okkur í meira efni um Frakkland og ef þið hafið hlustað á fyrri þáttinn, sem ég geri nú ráð fyrir að sé líklegast tilfellið fyrst þið eruð mætt hingað þá erum við Rósa Elín búin að fara aðeins yfir sögu landsins, kynnast Jóhönnu af Örk, Napóleon og fleiri áhugaverðum karakterum, ásamt því að heyra af frönsku byltingunni sem hafði áhrif á allan heiminn, upplýsingin sem kom í kjölfarið og í lok þess þáttar vorum við aðeins byrjuð að fara í nútíma samfélag í Frakklandi. Við ætlum núna að halda áfram með nútímann, hvernig borg er París, á maður að fara þangað og kannski ennþá mikilvægara, við hverju á maður að búast, bæði frá landinu og svo fólkinu sem þar býr. Í lokin koma svo smá ráð ef ykkur langar til að ferðast þangað, hvert væri gaman að fara og þar er augljóslega mjög margt mismunandi í boði. Ég ætla því að gerast svo djarfur að gefa sjálfum mér orðið, þar sem ég feta mig í átt að spurningu um muninn á París og restinni af landinu.