17. júní fyrir ári síðan var á dagskrá yfirlitsþáttur fyrir Þú veist betur þar sem við fórum yfir fyrri þætti og hlustuðum á sum brot sem komu ekki fram í upprunalegu þáttunum. Þar sem pásan milli jóla og nýárs var frekar löng í seríunni fannst mér rakið að heimsækja aftur fyrri þætti sem tilheyra útsendingarárinu sem er í gangi ákkúrat núna og rifja upp umræðuefni sem duttu hugsanlega milli skips og bryggju. Í þættinum í dag tölum við um túr, svefn, töfrabrögð, tölvuleiki, tölvunarfræði, öryggi á internetinu og kolefnisförgun.