ok

Þú veist betur

Tölvuleikir

Tölvuleikir eru allt í kringum okkur og hafa verið í dágóða stund. En þróunin síðustu ár hefur gert það að verkum að fleiri hafa aðgang að tölvuleikjum, hvort sem það er í símanum, tölvunni eða sérstökum leikjatölvum. Tölvuleikjabransinn hefur tekið fram úr kvikmyndaiðnaðinum hvað varðar tekjur og stærðargráðu, það eru fleiri í heimnum sem spila League of Legends en golf og tug þúsundir áhorfenda fylla íþróttahallir til að horfa á fólk keppa í hinum ýmsu leikjum. En hvað þarf til að búa til tölvuleik, hvernig eru þeir gerðir og hver er framtíð þeirra? Ég fékk til mín Sigurlínu Valgerði Ingólfsdóttur til að útskýra málið fyrir okkur en hún hefur verið í bransanum lengi og þekkir allar hliðar málsins.

Frumflutt

25. nóv. 2020

Aðgengilegt til

1. jan. 2099
Þú veist beturÞú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,