Í síðasta þætti af Þú veist betur ræddum við ketti, kosti þeirra og galla, hvernig væri best að gera þá hamingjusama og þar fram eftir götunum. Það leiðir okkur eftir ákveðnum krókaleiðum að viðfangsefni dagsins. Mér var nefnilega einu sinni sagt að appelsínugulir kettir hefðu komið til Íslands með víkingum, því þeir væru svo miklir sjókettir. Hvort það sé satt eða ekki þá liggur beinast við að fara frá köttum, til sjómennsku. Það einfaldlega gefur augaleið. Sjómennska er nefnilega eitthvað sem ég held að við höfum öll hugmynd um hvað sé, hvort sú hugmynd sé sú sama á milli okkar allra er frekar ólíklegt enda eru frekar litlar líkur á því að við höfum nokkurtíman stundað sjómennsku sjálf. En þó eru allar líkur á því að við höfum einhverja tengingu, hvort sem það er í gegnum fjarskyldan frænda eða bara foreldra okkar. Sjómennska og fiskveiðar eru okkur í blóð borin, annað væri í raun stórfurðulegt verandi eyja út á miðju Atlantshafi. En hvað þýðir það að vera sjómaður, hvað hefur það þýtt í gegnum tíðina og hvað hefur breyst varðandi sjómennsku á öllum þessum árum síðan fólk kom til þessa lands. Til að svara þessu hef ég fengið til mín Valmund Valmundsson og Hólmgeir Jónsson sem þekkja þetta inn og út, svo við settumst niður og þeir leyfðu mér að spyrja sig eins og landkrabbinn sem ég er.
Umsjón: Atli Már Steinarsson
Viðmælendur: Valmundur Valmundsson og Hólmgeir Jónsson