Þú veist betur

Gervigreind - 1.hluti

Eftir því sem líður á vorið og veturinn lýtur í lægra haldi þá raðast efnin sem við erum tækla í Þú veist betur upp á nokkurnveginn þann hátt sem ég hugsaði mér. Því viðtalið sem við ætlum byrja hlusta á í þessum þætti var tekið upp í janúarlok árið 2023. Sem undir öllum venjulegum kringumstæðum myndi teljast sem frekar stuttur tími, verandi apríl þegar þátturinn kemur loks út en í heimi gervigreindar getur, eins og raun ber vitni, gríðarlega mikið gerst á ekki lengri tíma en 1-2 mánuðum. En mér fannst mikilvægt undirbúa jarðveginn, því hvernig getum við talað um gerviGREIND, án þess pæla aðeins í heilanum og hvað hann gerir? Hvernig getum við velt því fyrir okkur hvort tölva með mannlega eiginleika án þess pæla í heimspeki og þeirri aldargömlu spurningu um hver við séum í raun og veru, og hvað það vera mannleg? Þar á milli höfum við líka pælt í hröfnum og Frakklandi, en það er líka bara til þess hugsa um eitthvað annað en risastóru spurningarnar. En loks endum við hér, við þröskuldinn á umræðuefni sem er líklegast ein af stærstu spurningum okkar tíma. Gervigreind er allt í kringum okkur, og hefur verið í dágóðan tíma en það er kannski ekki fyrr en fyrst núna þar sem kraftur hennar skín virkilega í gegn og rödd hennar byrjar heyrast í gegnum allt suðið. Ég fékk til mín Hannes Högna Vilhjálmsson til lýsa inn í myrkrið með okkur.

Umsjón: Atli Már Steinarsson

Frumflutt

23. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,