Merkantílismi, stórtónleikasumarið, drama í breskri sálartónlist
Undanfarna mánuði hafa hrúgast í innhólfið mitt tilkynningar um þekkta erlenda tónlistarmenn sem ætla sér að leika á tónleikum á Íslandi í sumar. Þessar hljómsveitir eru þó flestar komnar af léttasta skeiði, og markhópurinn kannski líka. Við ætlum að kynna okkur hvaða stóru erlendu listamenn eru að spila á Íslandi í sumar og reikna út meðalaldur markhópsins.
Við ætlum líka að kynna okkur drama í bresku tónlistarlífi, deilur rapparans Little Simz og samstarfsmanns hennar InFlo. Þau hafa unnið saman að einhverri mest spennandi tónlist undanfarinna ára í bretlandi, framsækinni rapptónlist og svo pólitískri nýsálartónlist í verkefninu Sault. En nú virðist vinskapurinn kominn á endastöð. Una Schram segir frá.
Og svo ætlum við að velta fyrir okkur hagstjórnarstefna úr sögubókunum, Merkantílismi, sem sumir segja að sé snúin aftur með Donald Trump.
Frumflutt
15. apríl 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.