Hugleiðsluþungarokk, Apple gervigreind, sideproject
Af hverju er Elon Musk að hóta að banna Apple vörur í fyrirtækjunum sínum? Við kynnum okkur Apple Intelligence með Hafsteini Einarssyni, lektor við Háskóla Íslands.
Hugleiðsla og þungarokk eru fyrirbæri sem eiga kannski ekki mikla samleið á yfirborðinu, en hljómsveitin Osme hefur unnið gagngert með að tvinna þau saman, allt frá stofnun á síðasta ári. Í næstu viku heldur hljómsveitin tólf klukkustunda langa sólstöðutónleika í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði.
Við fáum heimsókn frá Örlygi og Atla í hljómsveitinni Sideproject, en þeir voru að gefa út sína þriðju plötu á dögunum, Sourcepond.
Frumflutt
12. júní 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson