Á jóladag var nýjasta kvikmynd leikstjórans Robert Eggers frumsýnd í Bandaríkjunum. Hryllingsmyndin Nosferatu með Lily Rose Depp í aðalhlutverki. Nú er hún líka komin í bíó á Íslandi og hægt að fara og láta sér líða illa og ónotalega. Myndin er endurgerð á samnefndri mynd þýska leikstjórans Murnau frá 1922 - sem var síðan endurgerð af samlanda hans Werner Herzog árið 1979 - og allt er þetta byggt á skáldsögu Bram Stoker um drakúla greifa. Eggers er þekktur fyrir að leggja mikla áherslu á sögulega nákvæmni í myndum sínum en myndin gerist um vetur í skáldaða bænum Wisburg í þýskalandi, árið 1838.
Á morgun kemur út bókin Mood machine, Stemningsvélin - uppgangur Spotify og verð hins fullkomna spilunarlista eftir blaðakonuna Liz Pelly. Einn kafli úr bókinni birtist í tímaritinu Harpers fyrir jól og varpaði nýju ljósi á eina lífseigustu samsæriskenninguna um skítlega viðskiptahætti streymisrisans Spotify, draugalistamennina svokölluðu. Við höfum fjallað um þetta fyrirbæri nokkrum sinnum í Lestinni undanfarin 5 ár en nú viðrðast komnar sannanir fyrir því að Spotify græði á gervilistamönnum sem fylla marga spilunarlista streymisþjónustunnar. Við ræðum við Árna Matthíasson tónlistarblaðamann.
Við fáum líka sendingu frá Katrínu Helgu Ólafsdóttur, tónlistarkonu. Hún ræðir við grænlensku tónlistarkonuna og trommudansarann Nuka Alice.
Frumflutt
6. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.