Lestin

Vinstri-hægri-snú, upplýsingaóreiða #3, skrásetti öll smáatriði lífs síns

Haukur Már Helgason flytur sinn þriðja pistil um upplýsingaóreiðu, þessu sinni fær hann aðstoð frá gervigreindarspjallmenni.

Við kíkjum niður í Norræna húsið þar sem stendur yfir sýningin Open house, sem er hluti af grísk-íslensku listahátíðinni Head-2-Head. Í norræna húsinu eru sýnd verk tveggja grískra listamanna og þriggja íslenskra. Meðal annars þar finna athyglisverðar möppur sem Eiríkur Páll Sveinsson, læknir á akureyri, gerði. Hann skráði niður öll smáatriði lífs síns, skráði inn í tölvu, prentaði og bjó fallega um möppurnar með sérhönnuðum forsíðum. Við ræðum við Evu Árnadóttur, barnabarn Eiríks, og tvo af aðstandendum Open: Hildigunni Birgisdóttur og Örn Alexander Ámundason.

En við byrjum á því reyna skilja vinstri og hægri, og miðju. Við kíkjum niður í Háskóla Íslands og ræðum bæði við kennara og nemendur um þessa flokkun stjórnmálaflokka til vinstri eða hægri.

Frumflutt

16. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Þættir

,