Lestin

Vafasamar vefsíður hýstar á Íslandi, stjórnmálaflokkarnir á TikTok, ógleymanleg stef

Netþrjótar frá Norður Makedóníu svíkja peninga frá stuðningsfólki Donald Trump. Nýnasistar svíkja út úr transfólki með því þykjast selja þeim hormónalyf. Rússneskar gervifréttasíður básúna lygum til reyna hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Vefsíður allra þessara hópa eru hýstar á sama stað, á skrifstofu fyrirtækisins Withheld for Privacy, á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur. Við ræðum við Skúla Geirdal, sviðsstjóra netöryggismiðstöðvar Íslands, um hýsingu á vafasömum vefsíðum á Íslandi.

Reynir Ólafsson, 17 ára nemi í FB, fer í gegnum alla aðganga stjórnmálaflokkana á TikTok og metur stöðuna. Hver er með flesta fylgjendur? Hver nýtir miðilinn best? Við tökum stöðuna áður en kosningabaráttan fer á fullt.

Hjati Freyr Ragnarsson var keyra Sæbrautina þegar hann fór pæla í stefi sem hann heyrði á Rás 1. Við fáum skyggnast með Hjalta á bakvið uppruna nokkra þekktra stefa.

Frumflutt

14. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Þættir

,