Lestin

Trúðurinn Ari Árelíus, ranghugmyndir Cyber, Rúna í jökulsprungu

Myndlistakonan Guðrún Benedikta Elíasdóttir er fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði. Á jóladag árið 1976 fór hún með fjölskyldunni sinni upp á jökul í skoðunnarferð og féll ásamt móður sinni í sprungu. Hún er ein þeirra listamanna sem sýna verk sín á myndlistasýningunni nr. 5 Umhverfing á suðausturhorni Íslands. Verkin á sýningunni standa frá Lómagnúpi Eystrahorni.

Joe meðlimur í hljómsveitarinnar Cyber er gestaþáttastjórnandi Lestarinnar í dag. Við frumflytjum lag sem er ábreiða af lagi Britney Spears, Overprotected, og heyrum um nýjasta lag sveitarinnar, dEluSioN, sem fjallar um þráhyggju unglinga fyrir rokkstjörnu.

Og við heyrum meira af nýrri íslenskri tónlist.

Ari Frank Inguson hóf fyrst gefa út tónlist undir listamannsnafninu Ari Árelíus árið 2018. Fyrir tveimur árum, sumarið 2022, sendi hann frá sér fyrstu breiðskífu sína, Hiatus Terræ, þar sem þjóðlegum tónum var blandað saman við heimstónlistarstrauma. mun plata vera á næsta leiti og fyrsta smáskífan af henni lítur dagsins ljós í næstu viku, samhliða því Ari leggur upp í svokallaðan sólstöðutúr um landið. Við heyrum hljóðið í Ara, og frumflytjum lagið Look At The Clown.

Frumflutt

18. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,