Lestin

Í göngutúr með háhyrninginn Keikó

um hegina kom út sex þátta röð frá einu þekktasta og virtasta hlaðvarpsfyrirtæki heims Serial, sem er hluti af New York Times fjölmiðlasamsteypunni. The Good whale sem fjallar um háhyrninginn Keikó.

Hlaðvarpsþættirnir rekja sögu Keikós sem varð alþjóðlegu tákni um illa meðferð á háhyrningum og hvölum almennt þegar hann lék í Hollywood-kvikmyndinni Free Willy árið 1993. Þá bjó hann i skemmtigarði í Mexíkó þar sem hann naut mikilla vinsælda en bjó við þröngan kost og slæma heilsu. brjálæðislega hugmynd kviknaði láta lífið líkja eftir listinni og reyna koma dýrinu aftur út í náttúruna, gera húsdýrið villt aftur. Framkvæmdin var gríðarlega flókin, rándýr og umdeild. Keikó var fyrst fluttur til Oregon í Bandaríkjunum í hálfgerða endurhæfingu, og svo til Vestmannaeyja í september árið 1998.

Í Lestinni í dag ætlum við ræða við einn helsta þjálfara og umönnunaraðila Keikós á síðustu æviárum hans, Þorbjörgu Valdísi Kristjánsdóttur.

Frumflutt

18. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,