ok

Lestin

Ástir og örlög Napóleons, költmyndin Foxtrot, samísk tónlist

Við heyrum um költ-hasarmyndina Foxtrot frá árinu 1988, en það stendur til að dusta rykið af henni í Bíó Paradís um helgina.

Kolbeinn Rastrick fjallar um stórmynd Ridleys Scott um franska keisarann Napóleon, eina umdeildustu persónu evrópskrar sögu. Pabbar og sagnfræðinördar hafa flykkst á myndina og eru mjög mishrifnir. Það hefur verið fundið að ýmsum sagnfræðilegum rangfærslum. En Kolbeinn skemmti sér ágætlega þó að myndin væri langt því frá gallalaus.

Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona, hefur í vetur fjallað um tónlist og menningu nokkurra nágrannaþjóða okkar í Lestinni. Grænlenska tónlistarhefð og færeysku grasrótarsenuna. Nú er komið að menningu og tónlist Sama í norður Skandinavíu.

Frumflutt

30. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Þættir

,