Lestin

Femínismi á tímum Valkyrjustjórnar

Þessa dagana funda formenn þriggja stjórnmálaflokka og freista þess mynda nýja ríkisstjórn. Þessi sögulega stjórn hefur verið kölluð valkyrjustjórnin enda eru þetta allt konur, Kristrún Frostadóttir frá Samfylkingu, Þorgerður Katrín frá Viðreisn og Inga Sæland frá Flokki Fólksins, og munu þær líklega skipta með sér valdamestu embættum ríkisstjórnarinnar á næstu árum.

En það verða ekki bara forsætisráðherra og fjármálaráðherra sem verða öllum líkindum konur næstu árin heldur er þegar kona í embætti forseta Íslands, kona er biskup þjóðkirkjunnar, kona er ríkislögreglustjóri og konur skipa æðstu embætti í mörgum af menningarstofnunum þjóðarinnar.

Spurningin sem við ætlum velta upp í dag, er hvort kynjajafnrétti endanlega náð á Íslandi, eru einhver verkefni eftir fyrir femínismann, er Ísland stefna í átt mæðraveldi? Hvernig lítur femínismi út á tímum valkyrjustjórnarinnar?

Gestir okkar eru Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrum þingkona Kvennalistans svo eitthvað nefnt, Brynhildur Karlsdóttir, tónlistarkona, og Alma Dóra Ríkharðsdóttir, viðskiptafræðingur og stofnandi smáforritsins Heima.

Frumflutt

5. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,