Lestin

David Lynch, Vígdís gagnrýnd, HM95

Við minnumst eins áhrifamesta kvikmyndaleikstjóra samtímans David Lynch í þætti dagsins, en hannlést í lok síðustu viku, rétt fyrir 79 ára afmælisdaginn sinn - sem er í dag. Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, sest um borð í Lestina og segir frá vini sínum og samstarfsmanni.

Í gær fór í loftið síðasti þáttur af nýrri leikinni sjónvarpsþáttaröð frá Vesturporti sem byggir á ævi Vigdísar Finnbogadóttur. Eins og allir aðrir horfði Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar, og flytur okkur pistil um Vigdísarþættina.

Í dag leikur Ísland sinn þriðja leik á heimsmeistaramótinu í handbolta karla, við Slóveníu. Ísland vann tvo fyrstu leikina örugglega og ríkir því mikil bjartsýni um gengi liðsins á mótinu. Fyrir þrjátíu árum síðan ríkti líka mikil bjartsýni og stórhugur meðal íslenskra handboltaunnenda, en þá, árið 1995 hélt Ísland einmitt heimsmeistaramótið í handbolta - fyrsta og eina skiptið sem Ísland hefur haldið stórmót í boltaíþrótt. þessu tilefni ætlum við endurflytja örseriuna “Þegar Ísland hélt stórmót” sem við Kristján og Anna Marsibil Clausen gerðum í Lestinni fyrir nokkrum árum um þetta sögulega mót - mót sem var mjög umdeilt á sínum tima, og er það kannski enn.

Frumflutt

20. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,