Íslenskur stríðsljósmyndari, Iceguys er snilld, tvær franskar bíómyndir
Þorkell Þorkelsson er eini íslendingurinn sem hefur markvisst ljósmyndað á stríðshrjáðum svæðum. Hann deilir með okkur sinni reynslu af stríðs- og heimildaljósmyndun. Við rýnum í breytta tíma innan fagsins enda hefur það að miklu leyti færst úr höndum fagmanna á vegum stórra miðla yfir til fólksins sem býr sjálft við hörmungar aðstæður. Aðgengi okkar sem heima sitja, að slíkum myndum hefur einnig breyst töluvert. Þjóðarmorðin í Palestínu eru náttúrulega nýlegt dæmi um ástand sem hefur verið myndað í bak og fyrir og birt á miðlum daginn inn og daginn út. Hvaða áhrif hefur það á þá sem heima sitja?
Strákasveitin Iceguys hefur algjörega slegið í gegn, tekið íslenskt samfélag með trompi. Lögin er sungin af öllum leik- og grunnskólabörnum landsins, miðar á tónleika þeirra fyrir jól seldust eins og heitar lummur, og leiknir grínþættir um hljómsveitina njóta mikilla vinsælda. Brynja Hjálmsdóttir sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar telur sig ekki vera í markhópi sveitarinnar en ákvað þó að horfa þættina - og hún segir frá í þætti dagsins.
Frönsk kvikmyndahátíð hefst í Bíó Paradís um helgina. Kolbeinn Rastrick ætlar að segja frá tveimur myndum sem verða sýndar á hátíðinni, feminíska grínhryllingsræman Konurnar á svölunum, Balconettes, og draumkennda dramamyndin Miskunn, Misericordia.
Frumflutt
16. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.