Lestin

Persepólis, Luigi Mangione, þjóð er bókaklúbbur

Hinn 26 ára Luigi Mangione var handtekinn í Pennsylvaniu í fyrradag og sakaður um kaldrifjað morð á forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna í síðustu viku. Allt frá því morðið átti sér stað hefur honum verið hampað sem hálfgerðri alþýðuhetju á internetinu, og ekki minnkaði aðdáunin eftir myndir af honum fóru í dreifingu. Kristján og Lóa ræða aftengingu á samfélagsmiðlum, meme, fallega glæpamenn og djúpstæða reiði bandarísku þjóðarinnar.

Persepólis er einhver þekktasta myndasaga síðari ára. Þetta er uppvaxtarsaga íranska höfundarins Marjane Satrapi þar sem spaugilegar hversdagssenur í lífi höfundar og harmleikur þjóðar fléttast listilega saman. Lóa ræðir um írönsku byltinguna, klerkastjórnina og Persepólis við Kjartan Orra Þórsson, Íransfræðing.

"Ef hér er eitthvað til sem heitir þjóð þá er hún kannski eins konar bókaklúbbur, fólk sem les, ræðir lesefnið, kemst sameiginlegum skilningi og snýr sér þá næstu bók." Þetta segir Haukur Már Helgason meðal annars í síðasta pistli sínum um upplýsingaóreiðu í Lestinni þetta haustið.

Frumflutt

11. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,