Lestin

Intermezzo eftir Sally Rooney, rýni í Wicked

Kolbeinn Rastrick fór á Wicked í bíó og kemur færandi hendi með kvikmyndarýni. Poppstjarnan Ariana Grande leikur góðu nornina Glindu og Cynthia Erivo fer með hlutverk Elphöbu. Leikstjórn er í höndum Jon M. Chu, sem er líklega þekktastur fyrir kvikmyndina Crazy Rich Asians.

Í september kom út fjórða skáldsaga Sally Rooney, Intermezzo. Ingunn Snædal, sem hefur þýtt bókina Fagri heimur hvar ert þú, sem kom út þar á undan. Við skoðum nokkur þeirra þema sem koma fyrir í bókinni, sorgina, trúnna, skákina og samböndin.

Frumflutt

10. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,