• 00:02:03Stjórnmálaflokkarnir á TikTok
  • 00:24:59Fagri stjórnmálamaðurinn Alkíbíades

Lestin

Flokkarnir á TikTok, stjórnmálamaðurinn fagri Alkibíades

Við förum yfir flokkana á TikTok og greinum hvað þeir eru bjóða upp á rétt fyrir kosningar. Það hefur mikið breyst síðan kosningabaráttan hófst, en hversu vel virkar það? Reynir Ólafsson, nemi við FB, rýnir í stöðuna.

Alkibíades var einhver alræmdasti stjórnmálamaður Grikklands til forna, einstaklega fagur, hrífandi og vel máli farinn. Hann leiddi Aþenu út í tilgangslaust stríð og endaði á því gera út af við lýðræðið í borgríkinu. á dögunum kom út íslensk þýðing á samræðunni Alkibíades eftir Platón, en þar segir frá fundi heimspekingsins Sókratesar og stjórnmálamannsins unga. Við ræðum við Hjalta Snæ Ægisson, bókmenntafræðing, þýðanda og bókaútgefanda.

Frumflutt

26. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Þættir

,