• 00:01:38Samherji vs. Odee
  • 00:14:38Myndlistarskólinn í Reykjavík
  • 00:41:14Mukbang - ofát í beinu streymi

Lestin

Ofát í streymi, Samherji vs. Odee, ungir listnemar tala

Mukbang er vinsælt internetfyrirbæri þar sem áhrifavaldar sitja fyrir framan myndavél og borða gríðarlegt magn af mat, háma, gúffa í sig. Þórdís Nadía Semichat segir frá þessari furðulegu suður-kóreska netmenningu.

Í síðustu viku fór fram fyrirtaka í máli Samherja gegn myndlistarmanninum Odee í Bretlandi. Hann sendi út afsökunarbeiðni í nafni og með merki Samherja, þar sem hann baðst afsökunar á spillingarmálum fyrirtækisins í Namibíu. Í málinu er meðal annars tekist á um mismunandi skilning á hugtakinu list.

Lóa Björk heimsækir Myndlistarskólann í Reykjavík sem flutti á dögunum á Rauðarárstíg. Hún spjallar við nokkra nemendur um stöðu listarinnar í samtímanum og innblástur.

Frumflutt

1. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Þættir

,