ok

Lestin

Afturámóti, passamyndir, Birnir & Bríet og Floating Points

Í gær kynntumst við tveimur önnum köfnum sviðslistakonum sem eru í óða önn að setja á svið þó nokkrar nýjar leiksýningar í lok mánaðar. Það sem við náðum ekki að skoða í gær, hins vegar, er rýmið sem verkin verða flutt í, en það er borgarbúum að góðu kunnugt þó það birtist okkur nú í nýrri mynd. Sviðslistafélagið Afturámóti hefur tekið við lyklum að Háskólabíói og opnar dyr sínar að fjölbreyttri leikhússtarfsemi þar á bæ yfir sumarið.

Davíð Roach Gunnarsson, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar, rýnir í tvær nýjar danstónlistarplötur, eina íslenska, og eina erlenda.

Sigurður Unnar Birgisson hefur starfað hjá Passamyndum undanfarin 7 ár. Nú hefur hann sagt starfi sínu lausu. Við ræðum við listamanninn Sigurð á þessum tímamótum, en starf hans hjá Passamyndum hefur blætt inn í listsköpun hans, og listin hefur sömuleiðis sett mark á starfsemi Passamynda.

Lagalisti:

Nobukazu Takemura - mahou no hiroba

Stereolab - Diagonals

Fievel Is Glauque - Elsewhere

Teitur Magnússon - Bara þú

Teitur Magnússon - Kamelgult

Birnir, Bríet - Juvenile

Birnir - Vogur

Birnir, Gus Gus - Eða

Birnir, Bríet - Fyrsti dagur endans

Birnir, Bríet - Lifa af

Birnir, Bríet - Andar-drátt

Birnir, Bríet - Millikafli 2

Floating Points - Del Toro

Floating Points - Vocoder

Floating Points - Birth4000

Frumflutt

11. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Þættir

,