• 00:00:48BRAT
  • 00:24:20Guðrún Úlfarsdóttir á Prjónagleði
  • 00:37:36Þegar við erum ein

Lestin

Charli xcx, Prjónagleði, samtal um klám

Charli xcx gaf út plötuna BRAT síðastliðinn föstudag, og hefur hún vakið mikla lukku hlustenda sem og gagnrýnenda. Hún rammar inn þær flóknu og mótsagnakenndu tilfinningar sem fylgja því vera 31 árs kona. Eða stelpa. Arnar Ingi Ingason, tónlistarmaður, hlustaði og dýrkaði, hann rýnir í plötuna út frá sjónarhorni pródúsentsins.

Af hverju finnst okkur svona óþægilegt tala um klám þegar allir hafa horft á það? Þessari spurningu og fleirum er varpað fram í einleiknum Þegar við erum ein eftir þær Hólmfríði Hafliðadóttur, leikkonu og Melkorku Gunborgu Brinasdóttur, sviðshöfund. Ást, kynlíf, væntingar, fantasíur, rómantík og klám, eru meðal þema sem verkið rannsakar, en það verður sett á svið í Háskólabíói í sumar.

Guðrún Úlfarsdóttir, pistlahöfundur, var á faraldsfæti um helgina og ferðaðist ásamt þremur kynslóðum kvenna úr fjölskyldu sinni til Blönduóss, til vera viðstödd árlega Prjónagleði þar í bæ.

Frumflutt

10. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,