Fimm fræknu á Fimmvörðuhálsi, ex.girls klára verkið
Við ætlum í fjallgöngu. Fjallgöngu sem mögulega breytir öllu. Fimm vinkonur, fimm fræknar, fóru yfir Fimmvörðuháls seinasta sumar. Upptakan hefur setið ónsert í tölvunni síðan í júlí í fyrra. En nú er kominn tími til að skoða hvað gerðist þegar Fimmvörðuháls varð að Everest.
Hljómsveitin ex.girls er í hópi áhugaverðustu rafsveita Reykjavíkursenunnar, og eftir margra ára vinnu leit fyrsta plata þeirra í fullri lengd dagsins ljós á seinni hluta síðasta árs. Platan heitir Verk og á henni leitast sveitin við að varpa ljósi á þetta mannlega og þetta hversdagslega, þetta grámyglulega, reglubundna, fallega og þetta íslenska. Guðlaugur og Tatjana litu við í hljóðveri í dag til að klára verkið.
Lagalisti:
Feel - Robbie Williams
Tuscan Leather - Drake
Jammin'- Bob Marley
Buffalo Soldier - Bob Marley
Fjallganga - Egill Ólafsson
ex.girls - Æð
ex.girls - 90 Oktan
ex.girls - Hundrað í hættunni
ex.girls - Vont er það venst
ex.girls - Innri ytri
ex.girls - Drepa mann
ex.girls - Manneskja
ex.girls - Halda áfram
Frumflutt
30. apríl 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.