Inn í kvikuna á Grindvíkingum, Að hugsa á íslensku
Nú er byrjað að grafa ofan í sprungur í Grindavík, fólk er mætt til vinnu í fiskvinnslunni, bæjarbúar fá meiri tíma heima hjá sér og einhverjir eru farnir að hugsa um að jólaskreyta. Við höldum áfram að heyra hljóðdagbækur Grindvíkinga sem við höfum fylgt eftir í tæpar þrjár vikur eða alveg frá því því að bærinn var rýmdur 10. nóvember. Siggeir Ævarsson, Teresa Bangsa og Andrea Ævarsdóttir leyfa okkur að fylgjast með hversdeginum sínu.
Fyrir fimmtíu árum birtist grein Þorsteins Gylfasonar, ?Að hugsa á íslenzku? sem þar sem hann skrifar meðal annars: ?Í fæstum orðum virðist mér eina vonin til þess að Íslendingur geti hugsað og skrifað yfirleitt vera sú að hann geti hugsað og skrifað á íslenzku.? Við ræðum við Loga Gunnarsson, prófessor í heimspeki við Háskólann í Potsdam í Þýskalandi, um þessa klassísku grein Þorsteins, um það að hugsa á íslensku, og það hvernig ensk tunga er farin að móta hugsun heimspekinga um allan heim.
Frumflutt
29. nóv. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.