Birdnoise, aðeins meira Airwaves, hasar í kennaraverkföllum
Hljómsveitin Sucks to be you nigel kom með krafti inn í reykvísku grasrótarrokksenuna fyrir tveimur árum með plötunni sinni Tína Blóm. Þetta var hrátt og unggæðingslegt pönk, gítarriff klippt út úr íslensku 80s pönk bylgjunni, og textarnir súrir og hressir brandarar um það að skera börn í tvennt, um þrána eftir raflost og ljót blóm. Fyrir hana fengu þau Kraumsverðlaunin og hlutu einnig viðurkenningu á tónlistarverðlaunum Reykjavík Grapevine. Á morgun kemur svo önnur plata sveitarinnar, Birdnoise, fugla-hávaði. En á þessari plötu hefur hljómsveitin tekið algjörlega nýja stefnu. Kristján Guðjónsson ræðir við meðlimi hljómsveitarinnar.
Á dögunum kom út ný íslensk heimildarmynd um kennaraverkföllin á Íslandi fram að aldarmótum. Það er mikill hasar, nokkuð um útskýringar á efnhagslegum hugtökum og Ólafur Ragnar Grímsson útskýrir valdatengsl í Íslensku þjóðfélagi. Leikstjóri og annar handritshöfunda myndarinnar, Einar Þór Gunnlaugsson, ræðir efnistök myndarinnar.
Katrín Helga Ólafsdóttir lýkur Airwaves-yfirferð Lestarinnar í ár.
Frumflutt
9. nóv. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.