Heimskviður

205 - Trump áhrifin og andleg heilsa íþróttamanna

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í vikunni vel á annað hundrað forsetatilskipanir. Það gæti átt eftir reyna á einhverjar þeirra fyrir dómstólum. Og líka hvaða heimildir Trump hefur í embætti sem er alltaf verða valdameira og valdameira. Í þættinum í dag ætlum við bera saman síðasta kjörtímabil Trumps og það sem er fram undan núna með Ólafi Jóhanni Ólafssyni rithöfundi og Hilmari Þór Hilmarsyni, prófessor við háskólann á Akureyri, sem ræðir Úkraínustríðið og möguleikann á friðarviðræðum. Hilmar óttast Úkraínumenn þurfi gefa eftir land til Rússa, þeir hafi yfirhöndina á vígvellinum og ef það verði samið, þá verði það mikið til á forsendum Rússa.

Svo fjallar Hallgrímur Indriðason um andlega heilsu íþróttafólks. Það er aukin vitund um álagið sem fylgir því vera afreksíþróttamaður og hvaða áhrif það getur haft á íþróttafólk. Hallgrímur talar við Hafrúnu Kristjánsdóttir, sálfræðing og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík.

Frumflutt

25. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,