ok

Heimskviður

189 - Snekkjuslysið við Sikiley og námugröftur Norðmanna

Yfirvöld á Ítalíu hófu í síðustu viku morðrannsókn eftir að lúxussnekkjan Bayesian sökk við strendur Sikileyjar. Sjö létu lífið þegar skipið sökk. þar á meðal auðjöfurinn Mike Lynch, annar eigandi snekkjunnar og átján ára dóttir hans. Nú er unnið að rannsókn á flakinu og vonast er til að hún varpi ljósi á það hvað gerðist og hvernig snekkjan sökk, en saksóknarar beina sjónum að þremur úr áhöfninni sem gætu fengið dóm fyrir manndráp af gáleysi.

Svo fjöllum við um umdeild áform stjórnvalda í Noregi sem stefna að umfangsmikilli vinnslu málma af hafsbotni. Norðmenn vonast til þess að vinnslan skapi mikil verðmæti en áformin hafa verið gagnrýnd bæði af vísindamönnum og umhverfissamtökum.

Frumflutt

7. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,